Samningar/Sáttmálar
Samnningur um réttindi fatlaðs fólks (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)
International Convention on the Rights of Persons with Disabilities (CRPD)
Textinn á íslensku: https://www.velferdarraduneyti.is/media/acrobat-skjol/10062009SamningurUmRettindiFatladsFolks.pdf
Textinn á ensku: http://www.un.org/esa/socdev/enable/rights/convtexte.htm
Dags. 2008, ekki fullgiltur
Inntak:
Markmið samningsins er að vernda réttindi og virðingu fólks með fatlanir. Ríki sem fullgilda samninginn skuldbinda sig til þess að styðja við, vernda og tryggja að fólk með fatlanir njóti mannréttinda til fulls og til jafns við aðra í þjóðfélaginu. Sérstaklega er samningnum ætlað að tryggja jafna lagalega stöðu fatlaðra. Samningurinn felur í sér stórtæka viðhorfsbreytingu gagnvart fötluðum. Fatlaðir eru þar ekki lengur álitnir þiggjendur ölmusa, læknishjálpar og félagslegrar verndar. Þess í stað á samningurinn að tryggja að fatlaðir njóti réttinda til jafns við aðra, þeir séu fullveðja einstaklingar innan samfélagsins með sama rétt og allir aðrir til þess að njóta mannréttinda.
Viðauki við samning um réttindi fatlaðs fólks
Optional Protocol to the Convention on the Rights of Persons with Disabilities (OP-CRPD)
Textinn á ensku: http://www.ohchr.org/EN/HRBodies/CRPD/Pages/OptionalProtocolRightsPersonsWithDisabilities.aspx
Inntak:
Viðauki við samning um réttindi fatlaðs fólks er valkvæð viðbót við samninginn um réttindi fatlaðs fólks. Viðaukinn skuldbindur þáttökuríki til þess að gangast undir lögsögu nefndar um réttindi fatlaðs fólks til þess að taka við kvörtunum einstaklinga og hópa vegna brota á samningnum. Kvörtunum má einungis beina gegn þjóðum sem hafa fullgilt samninginn. Auk þess er skilyrði að einstaklingur eða hópur hafi fullreynt öll réttarúrræði í heimalandi sínu áður en þeir leita til nefndarinnar.
Dags. 2008, ekki fullgiltur
Sáttmáli um verndun mannréttinda og mannfrelsis (Mannréttindasáttmáli Evrópu)
Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms (European Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms
ECHR)
Textinn á íslensku: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1994062.html
Textinn á ensku: https://ec.europa.eu/digital-single-market/sites/digital-agenda/files/Convention_ENG.pdf
Dags. 4.11.1950, aðild 29. júní 1953, öðlaðist gildi 3. september 1953, SÍ 88.
Viðbótarsamningur/Protocol 20.3.1952, aðild 29. júní 1953, öðlaðist gildi 18. maí 1954, SÍ 88.
Viðbótarsamningur nr. 2 um rétt Mannréttindadómstóls Evrópu til álitsgerða/Protocol No. 2 conferring upon the European Court of Human Rights competence to give advisory opinions 6.5.1963, fullgiltur 16. nóvember 1967, C 17/1967, öðlaðist gildi 21. september 1970, C 39/1991.
Inntak:
Sáttmálinn veitir borgurum ríkja sem fullgilda hann helstu borgaralegu og stjórnmálalegu réttindi réttarríkis.
Mannréttindasáttmálinn er mikilvægasti alþjóðasamningurinn á vegum Evrópuráðsins. Fullgilding sáttmálans er skilyrði fyrir aðild að ráðinu og hafa mörg aðildarríkjanna þar að auki innleitt hann í landsrétt sinn. Sáttmálanum er framfylgt af Mannréttindadómstól Evrópu og geta bæði ríki og einstaklingar lagt fyrir hann kærur. Dómstólar ríkja sem hafa veitt sáttmálanum lagagildi geta beitt Mannréttindasáttmálanum sem landsrétti við úrlausn mála, með þeim hætti sem réttarskipan hvers ríkis gerir nánar ráð fyrir.
Ísland undirritaði Mannréttindasáttmála Evrópu árið 1950. Það var þó ekki fyrr en árið 1994 sem honum var veitt lagagildi að íslenskum rétti með lögum nr. 62/1994. (Fengið héðan: http://www.evropuvefur.is/svar.php?id=65484)
Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi
International Covenant on Civil and Political Rights
Textinn á íslensku: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1979010.2c3.html
Textinn á ensku: http://www.ohchr.org/en/professionalinterest/pages/ccpr.aspx
Dags. 16.12.1966, fullgiltur 22. ágúst 1979, öðlaðist gildi 22. nóvember 1980, C 10/1979.
Valfrjáls bókun/Optional Protocol 16.12.1966, aðild 22. ágúst 1979, öðlaðist gildi 22. nóvember 1980, C 10/1979.
Inntak: Markmiðið með samningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er að aðildarlöndin tryggi íbúum sínum grundvallar borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, eins og tjáningarfrelsi, friðhelgi einkalífs og kosningarétt.
Samningur gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu
International Convention against Torture and Other Cruel, Inhuman or Degrading Treatment or Punishment
Textinn á íslensku: http://www.althingi.is/lagas/134/1996019.html
Textinn á ensku: http://www.ohchr.org/EN/ProfessionalInterest/Pages/CAT.aspx
Dags. 10.12.1984, öðlaðist gildi 22. nóvember 1996, C 19/1996.
Breytingar 8.9.1992, staðfestar 23. október 1996, C 19/1996.
Inntak:
Í greinargerð með tillögu til þingsályktunar um fullgildingu samningsins segir m.a.:
„Helsta markmið samnings þessa er að aðildarríki hans skuldbindi sig til þess að grípa annars vegar til ráðstafana til að framfylgja fortakslausu banni við pyndingum og hins vegar til ráðstafana til að koma í veg fyrir að pyndingar eigi sér stað. Ekki eru bein efnisákvæði í samningnum um bann við pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu heldur er vísað í formála hans til 5. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna frá 1948 og 7. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966 þar sem slíkt fortakslaust bann kemur fram. Að þessu leyti svipar samningnum til Evrópusamningsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu[…].“
Yfirlýsing Íslands um viðurkenningu á bærni nefndar gegn pyndingum, afhent 23. október 1996.
Valfrjáls bókun við samninginn (OPCAT)
Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu þann 19. desember 2015 sem „ályktar að fela ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, sem samþykkt var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 18. desember 2002 og undirrituð fyrir Íslands hönd 23. september 2003, ásamt því að hefja án tafar undirbúning innleiðingar hennar hér á landi.“
Í bókuninni er kveðið á um eftirlit sjálfstæðra aðila sem falið er að heimsækja reglulega stofnanir sem vista frelsissvipta einstaklinga í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að pyndingar eða önnur grimmileg eða vanvirðandi meðferð viðgangist. Í bókuninni er kveðið á um tvíþætt eftirlit. Annars vegar eftirlit á vegum alþjóðlegrar nefndar sem heimsækir ríki sem fullgilt hafa bókunina og hins vegar eftirlit sem komið er á fót innan hvers aðildarríkis samkvæmt fyrirmælum bókunarinnar.
Evrópusamningur um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu
European Convention for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment or
Punishment
Textinn á íslensku: http://www.cpt.coe.int/lang/isl/isl-convention.pdf
Textinn á ensku: http://www.cpt.coe.int/en/documents/ecpt.htm
Dags. 26.11.1987, fullgiltur 19. júní 1990, öðlaðist gildi 1. október 1990, C 19/1990.
Bókun nr. 1/Protocol No. 1 4.11.1993, fullgilt 29. júní 1995, C 22/1995, öðlaðist gildi 1. mars 2002, C 17/2002.
Bókun nr. 2/Protocol No. 2 4.11.1993, fullgilt 29. júní 1995, C 22/1995, öðlaðist gildi 1. mars 2002, C 17/2002.
Inntak:
Samningurinn setur á fót Evrópunefnd um varnir gegn pyndingum og ómannlegri
eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Hlutverk hennar er að kanna með vitjunum, meðferð manna sem sætt hafa frelsissviptingu hvers konar í því skyni að efla, ef nauðsyn krefur, vernd þeirra
gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
Alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi
International Covenant on Economic, Social and Cultural Rights
Textinn á íslensku: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1979010.2c4.html
Textinn á ensku: http://www.ohchr.org/EN/ProfessionalInterest/Pages/CESCR.aspx
Dags. 16.12.1966, fullgiltur 22. ágúst 1979, öðlaðist gildi 22. nóvember 1980, C 10/1979.
Inntak:
Markmiðið með samningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi er að aðildarlöndunum beri að tryggja íbúum sínum aðgang að meðal annars, mat, vatni, húsnæði, menntun og grundvallarheilbrigðisþjónustu. (Fengið héðan: http://www.globalis.is/Samningar/Althjodasamningur-um-efnahagsleg-felagsleg-og-menningarleg-rettindi)
Félagsmálasáttmáli Evrópu
European Social Charter
Textinn á íslensku: http://www.althingi.is/lagas/129/1976003.html
Textinn á ensku: http://www.coe.int/en/web/conventions/full-list/-/conventions/treaty/163
Dags. 18.10.1961, fullgiltur 15. janúar 1976, öðlaðist gildi 14. febrúar 1976, C 3/1976.
Bókun/Protocol 21.10.1991, fullgilt 21. febrúar 2002, C 16/2002.
Inntak:
Framkvæmd Félagsmálasáttmála Evrópu hér á landi heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Sáttmálinn er hliðstæða við Mannréttindasáttmála Evrópu á sviði Evrópuráðsins, á sviði efnahagslegra og félagslegra réttinda. Skipta má réttindum samkvæmt sáttmálanum í þrjá flokka, vinnurétt, vernd félagslegra réttinda og vernd sérstakra réttinda sem ekki falla undir vinnuumhverfi.
Þrír viðaukar hafa verið gerðir við Félagsmálasáttmálann. Viðauki frá 1988 felur í sér fjögur ný efnisréttindi. Viðauka frá 1991 var ætlað að styrkja eftirlitskerfi sáttmálans og sama má segja um viðauka frá 1995 sem felur í sér rétt félagasamtaka til að leggja fram kærur um brot á sáttmálanum. Enginn þessara viðauka hefur verið fullgiltur af Íslands hálfu.
Árið 1996 var samþykktur endurskoðaður Félagsmálasáttmáli Evrópu. Ísland hefur undirritað sáttmálann sem enn hefur ekki tekið gildi.
Eftirlitskerfi Félagsmálsáttmálans byggist á skýrslugjöf ríkja til Evrópuráðsins um framkvæmd sáttmálans. Þrjár nefndir koma að umfjöllum um skýrslurnar, nefnd um félagsleg réttindi (nefnd óháðra sérfræðinga), embættismannanefnd (fulltrúar ríkisstjórna) og ráðherranefnd.
(Fengið af vef Velferðaráðuneytisins: https://www.velferdarraduneyti.is/malaflokkar/vinnumal/felagsmalasattmali/ )
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna (almenna mannréttindayfirlýsingin)
Universal Declaration of Human Rights
Textinn á íslensku: http://www.unric.org/is/upplysingar-um-st/36
Textinn á ensku: http://www.un.org/ga/search/view_doc.asp?symbol=A/RES/217(III)
Dags. 10.12.1948
Inntak:
Mannréttindayfirlýsingin er ekki milliríkjasamningur. Hins vegar hafa mörg ákvæði yfirlýsingarinnar ratað í svokallaðan hefðarrétt þjóðaréttar, sem felur í sér að þau ákvæði skuldbinda öll ríki. Yfirlýsingin inniheldur grundvallarmannréttindi í formi sameiginlegra markmiða sem þjóðir heims vinna í að gera að veruleika.
Íslensk lög og reglugerðir
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
1944 nr. 33 17. júní
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html
- gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
- gr. [Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum.
Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess.
Hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skal dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhaldi má aðeins beita fyrir sök sem þyngri refsing liggur við en fésekt eða varðhald. Með lögum skal tryggja rétt þess sem sætir gæsluvarðhaldi til að skjóta úrskurði um það til æðra dóms. Maður skal aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur, en telji dómari fært að láta hann lausan gegn tryggingu skal ákveða í dómsúrskurði hver hún eigi að vera.
Hver sá sem er af öðrum ástæðum sviptur frelsi á rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt sem verða má. Reynist frelsissvipting ólögmæt skal hann þegar látinn laus.
Hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skal hann eiga rétt til skaðabóta.]
- gr. [Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.]1)
- gr. [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila.
Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.]
- gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.]1)
- gr. [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.]1)
Lögræðislög
1997 nr. 71 28. maí
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1997071.html
Lögræði.
- gr. 1. Lögráða verða menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða.
- Nú stofnar maður, sem ólögráða er fyrir æsku sakir, til hjúskapar, og er hann þá lögráða upp frá því.
Sjálfræði.
- gr. Sjálfráða maður ræður einn öðru en fé sínu, nema lög mæli á annan veg.
Fjárræði.
- gr. Fjárráða maður ræður einn fé sínu, nema lög mæli á annan veg.
Skilyrði lögræðissviptingar o.fl.
- gr. [Standi brýn þörf til, enda hafi önnur og vægari úrræði í formi aðstoðar verið fullreynd, er heimilt með úrskurði dómara að svipta mann tímabundið lögræði. Heimilt er að svipta mann sjálfræði einu sér, fjárræði einu sér eða hvoru tveggja]:1)
- Ef hann er ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé vegna andlegs vanþroska, ellisljóleika eða geðsjúkdóms eða vegna annars konar alvarlegs heilsubrests.
- [Ef hann sökum ofdrykkju eða ofnotkunar ávana- og fíkniefna er ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé og einhver þeirra ástæðna sem tilgreindar eru í a- og c-lið eiga við um viðkomandi.]1)
- Ef hann vegna líkamlegs vanþroska, heilsubrests eða annarra vanheilinda á óhægt með að ráða persónulegum högum sínum eða fé og æskir sjálfur lögræðissviptingar af þeim sökum.
- …1)
1)L. 84/2015, 1. gr.
Takmörkuð lögræðissvipting.
- gr. [1. Tímabundin lögræðissvipting skal ekki ákveðin skemur en í sex mánuði í senn. Tímabundin lögræðissvipting fellur sjálfkrafa niður að sviptingartímanum loknum, nema áður hafi verið gerð krafa fyrir dómi um framlengingu hennar. Ef svo hagar til framlengist hin tímabundna svipting þar til úrskurður dómara liggur fyrir.]1)
- Svipta má mann fjárræði varðandi tilteknar eignir hans hvort sem fjárræðissvipting er tímabundin eða ótímabundin. Þessi heimild er bundin við:
- Fasteignir, loftför, skráningarskyld skip og skráningarskyld ökutæki.
- Viðskiptabréf.
- Fjármuni á innlánsreikningum hjá bönkum og sparisjóðum, svo og inneignir í verðbréfasjóðum.
- Ákvæði laga þessara um sjálfræðissviptingu og réttaráhrif hennar eiga einnig við um tímabundna sjálfræðissviptingu skv. 1. mgr. Ákvæði laganna um fjárræðissviptingu og réttaráhrif hennar eiga einnig við um tímabundna fjárræðissviptingu skv. 1. mgr. og enn fremur um fjárræðissviptingu skv. 2. mgr. að því er varðar þær eignir sem sviptingin tekur til, nema annað sé tekið fram.
1)L. 84/2015, 2. gr.
Lögræðissvipting til bráðabirgða.
- gr. 1. Svipta má mann lögræði til bráðabirgða ef skilyrði 4. gr. þykja vera fyrir hendi og brýn þörf er á lögræðissviptingu þegar í stað, enda hafi þá verið borin fram krafa um lögræðissviptingu fyrir sama dómstóli samkvæmt öðrum ákvæðum þessa kafla.
- Í málum til sviptingar lögræðis til bráðabirgða gilda ákvæði þessa kafla. Ákvæði 3. mgr. 10. gr. um skyldu dómara til að gefa varnaraðila kost á að bera fram ósk um hver verði skipaður verjandi hans, ákvæði 4. mgr. sömu greinar og ákvæði 1., 2. og 4. mgr. 11. gr. gilda þó einungis að því leyti sem beiting þeirra kemur ekki í veg fyrir að lögræðissviptingu verði við komið þegar í stað.
- Ákvörðun um lögræðissviptingu til bráðabirgða skal tekin með úrskurði sem skjóta má til Hæstaréttar, sbr. 16. gr.
- Lögræðissvipting til bráðabirgða gildir þar til úrskurður dómara í lögræðissviptingarmáli öðlast gildi, málinu lýkur á annan hátt eða þar til úrskurður um bráðabirgðasviptingu er felldur úr gildi með nýjum úrskurði.
- Ákvæði laga þessara um réttaráhrif lögræðissviptingar eiga einnig við um lögræðissviptingu til bráðabirgða.
Lög um réttindi sjúklinga
1997 nr. 74 28. maí
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1997074.html
Markmið.
- gr. Markmið laga þessara er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja ber milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna.
Óheimilt er að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk
2011 nr. 88 23. júní
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2011088.html
- kafli. Almenn ákvæði.
- gr. Gildissvið og markmið.
Ákvæði IV. kafla gilda einnig um réttindagæslu einstaklinga sem vegna afleiðinga viðvarandi sjúkdóms eða slyss þurfa stuðning við undirbúning upplýstrar ákvörðunar um persónuleg málefni eða aðstoð við að leita réttar síns hvort sem er gagnvart opinberum þjónustuaðilum, öðrum stjórnvöldum eða einkaaðilum.
[Markmið laga þessara er að tryggja fötluðu fólki viðeigandi stuðning við gæslu réttinda sinna og tryggja að sjálfsákvörðunarréttur fatlaðs fólks sé virtur og fyllsta réttaröryggis gætt þegar brýna nauðsyn ber til að grípa inn í líf þess.]1)Við framkvæmd laga þessara skal taka mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Lög um málefni fatlaðs fólks
1992 nr. 59 2. júní
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1992059.html
- gr. [Markmið þessara laga er að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi.
Við framkvæmd laga þessara skal tekið mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá skulu stjórnvöld tryggja heildarsamtökum fatlaðs fólks og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir er varða málefni fatlaðs fólks.]1)
1)L. 152/2010, 1. gr.
- gr. [Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum.]1) Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum.
Lög um landlækni og lýðheilsu
2007 nr. 41 27. mars
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2007041.html
- gr. Kvörtun til landlæknis.
Landlækni er skylt að sinna erindum er varða samskipti almennings við veitendur heilbrigðisþjónustu og leiðbeina þeim sem til hans leita um málefni heilbrigðisþjónustunnar.
Heimilt er að beina formlegri kvörtun til landlæknis vegna meintrar vanrækslu og mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þá er notendum heilbrigðisþjónustunnar jafnframt heimilt að bera fram formlega kvörtun til landlæknis telji þeir að framkoma heilbrigðisstarfsmanna við veitingu heilbrigðisþjónustu hafi verið ótilhlýðileg.
Kvörtun skal vera skrifleg og þar skal koma skýrt fram hvert sé tilefni hennar.
Kvörtun skal borin fram við landlækni án ástæðulauss dráttar. Séu meira en tíu ár liðin frá því að þau atvik gerðust sem eru tilefni kvörtunar er landlækni rétt að vísa kvörtun frá nema sérstakar ástæður mæli með því að hans mati að kvörtun sé tekin til meðferðar.
Landlæknir skal að jafnaði afla umsagnar frá óháðum sérfræðingi eða sérfræðingum þegar kvörtun lýtur að meintri vanrækslu eða mistökum við sjúkdómsgreiningu eða meðferð. Er viðkomandi sérfræðingum, svo og landlækni sjálfum, rétt að kalla sjúkling til skoðunar ef sérstök ástæða þykir til. Um meðferð kvartana gilda að öðru leyti ákvæði stjórnsýslulaga eftir því sem við getur átt. Að lokinni málsmeðferð gefur landlæknir skriflegt álit. Landlæknir skal í áliti sínu tilgreina efni kvörtunarinnar, málsatvik og rök fyrir niðurstöðu sinni. Aðalniðurstöðu skal draga saman í lok álits.
Heimilt er að kæra málsmeðferð landlæknis samkvæmt ákvæði þessu til ráðherra.
Lög um almannatryggingar
2007 nr. 100 11. maí
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2007100.html
[1. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem lögin taka til og þess þurfa bætur og aðrar greiðslur vegna elli, örorku og framfærslu barna, eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum.
Með bótum og greiðslum skv. 1. mgr., ásamt þjónustu og aðstoð sem kveðið er á um í öðrum lögum, skal stuðlað að því að þeir sem lögin taka til geti framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi.]1)
Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga
1991 nr. 40 27. mars
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1991040.html
- kafli. Markmið laganna.
- gr. Markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Skal það gert með því
- að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti,
- að tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna,
- að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi,
- að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál.
Við framkvæmd félagsþjónustunnar skal þess gætt að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, virða sjálfsákvörðunarrétt hans og styrkja hann til sjálfshjálpar.
- gr. Með félagsþjónustu er í lögum þessum átt við þjónustu, aðstoð og ráðgjöf í tengslum við eftirtalda málaflokka:
- Félagslega ráðgjöf.
- Fjárhagsaðstoð.
- Félagslega heimaþjónustu.
- Málefni barna og ungmenna.
- Þjónustu við unglinga.
- Þjónustu við aldraða.
- Þjónustu við [fatlað fólk].1)
- Húsnæðismál.
- Aðstoð við áfengissjúka og vímugjafavarnir.
- Atvinnuleysisskráningu og vinnumiðlun.
Lög um sjúkratryggingar
2008 nr. 112 16. september
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008112.html
- gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að tryggja sjúkratryggðum aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag, svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum og í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu, lög um réttindi sjúklinga og önnur lög eftir því sem við á.
Jafnframt er markmið laga þessara að stuðla að rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni heilbrigðisþjónustu og hámarksgæðum hennar eftir því sem frekast er unnt á hverjum tíma. Þá er markmið laga þessara að styrkja hlutverk ríkisins sem kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreina heilbrigðisþjónustuna.
Lög um úrskurðarnefnd velferðarmála
- 85 10. júlí 2015.
http://www.althingi.is/altext/144/s/1586.html
- gr.
Hlutverk.
Úrskurðarnefnd velferðarmála skal úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum sem kveða á um málskot til nefndarinnar. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð og óháð í störfum sínum.
Lög um sjúkraskrár
2009 nr. 55 27. apríl
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2009055.html
- gr. Tilgangur og gildissvið.
Tilgangur laga þessara er að setja reglur um sjúkraskrár þannig að unnt sé að veita sjúklingum eins fullkomna heilbrigðisþjónustu og kostur er á hverjum tíma og tryggja um leið vernd sjúkraskrárupplýsinga.
Lögin gilda um sjúkraskrár sem færðar eru þegar meðferð er veitt hér á landi.
Að svo miklu leyti sem ekki er mælt fyrir um á annan veg í lögum þessum gilda ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga um sjúkraskrárupplýsingar og meðferð þeirra.
- gr. Sjálfsákvörðunarréttur og mannhelgi sjúklinga.
Við færslu og varðveislu sjúkraskráa og aðgang að þeim skal mannhelgi og sjálfsákvörðunarréttur sjúklinga virtur, þess gætt að sjúkraskrár hafa að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar og að sjúkraskrárupplýsingar eru trúnaðarmál.
Lög um sjúklingatryggingu
2000 nr. 111 25. maí
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000111.html
Sjúklingar sem lögin taka til.
- gr. Rétt til bóta samkvæmt lögum þessum eiga sjúklingar, sbr. 2. gr. laga um réttindi sjúklinga, sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni hér á landi í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð á sjúkrahúsi, heilsugæslustöð eða annarri heilbrigðisstofnun, í sjúkraflutningum eða hjá heilbrigðisstarfsmanni sem starfar sjálfstætt og hlotið hefur löggildingu [landlæknis]1) til starfans. Sama á við um þá sem missa framfæranda við andlát slíkra sjúklinga.
Sjúklingar sem brýn nauðsyn er að vista á erlendu sjúkrahúsi eða á annarri heilbrigðisstofnun erlendis, sbr. [23. gr. laga um sjúkratryggingar],1) og verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð á viðkomandi stofnun eiga rétt á bótum samkvæmt lögum þessum, að frádregnum bótum sem þeir kunna að eiga rétt á í hinu erlenda ríki.
Þeir sem gangast undir læknisfræðilega tilraun sem ekki er liður í sjúkdómsgreiningu eða meðferð á sjúkdómi þess er í hlut á eiga sama rétt og sjúklingar samkvæmt lögum þessum nema annars sé getið sérstaklega.
Þeir sem gefa vef, líffæri, blóð eða annan líkamsvökva eiga sama rétt og sjúklingar samkvæmt lögum þessum nema annars sé getið sérstaklega.
Lyfjalög
1994 nr. 93 20. maí
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1994093.html
- gr. Markmið laga þessara er að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með sem hagkvæmastri dreifingu þeirra á grundvelli eðlilegrar samkeppni og í samræmi við þær reglur sem gilda á hinu Evrópska efnahagssvæði [eða samkvæmt stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu].1) Við verslun með lyf skal það ætíð haft til hliðsjónar að lyfjadreifing er hluti heilbrigðisþjónustu og starfsmenn við dreifinguna skulu vinna með öðrum aðilum í heilbrigðisþjónustu að opinberum heilbrigðismarkmiðum hverju sinni. Það er jafnframt markmið með lögum þessum að tryggja eftir föngum gæði og öryggi lyfja og lyfjaþjónustu, auka fræðslu um lyfjanotkun, sporna við óhóflegri notkun og halda lyfjakostnaði í lágmarki.
Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu Nr. 1054/2010
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=512e8306-8da4-4a6d-9e56-5785fca65d9f
- gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi tekur til félagslegrar þjónustu og sérstaks stuðnings við fatlað fólk, 18 ára og eldra, sem hefur þörf fyrir slíka þjónustu á heimili sínu.
- gr.
Markmið.
Markmiðið með reglugerð þessari er að fatlað fólk fái félagslega þjónustu og sérstakan stuðning til þess að geta búið þannig að sem best henti hverjum og einum. Skal tekið mið af óskum, aðstæðum og þörf fyrir þjónustu. Fylgt skal þeirri meginreglu að fólk eigi val um hvernig það býr, enda sé það í samræmi við það sem almennt tíðkast.
Þjónustan skal vera einstaklingsbundin, heildstæð og sveigjanleg. Skal hún veitt með það að markmiði að efla vald fólks yfir aðstæðum sínum og lífi, styrkja sjálfsmynd þess, sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfsvirðingu og lífsgæði.
Reglugerð um undanþágunefnd um bann við beitingu nauðungar gagnvart fötluðum einstaklingi
Nr. 971/2012 8. nóvember 2012
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=e421f35e-e59f-4854-aa89-b6e788d0069e
- gr.
Skipun nefndarinnar.
Undanþágunefnd um bann við beitingu nauðungar skal skipuð þremur einstaklingum sem skulu búa yfir sérþekkingu á mannréttindamálum, þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd laga á því sviði. Ráðherra skipar nefndarmenn til fjögurra ára og formann úr þeirra hópi. Varamenn skulu vera jafnmargir og uppfylla sömu kröfur og aðalmenn.
Ráðuneytið skal ráða starfsmann til aðstoðar nefndinni. Ráðuneytið skal útvega starfsmanninum starfsaðstöðu og fundaraðstöðu fyrir nefndina.
Reglugerð um sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk
Nr. 970/2012 8. nóvember 2012
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=06ec6f08-23d5-448e-a083-e8aabdac0a4a
- gr.
Skipun sérfræðiteymisins.
Velferðarráðherra skal skipa allt að sjö manns í sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk. Fulltrúar teymisins skulu búa yfir sérþekkingu á málefnum fatlaðs fólks og þekkingu og reynslu af aðgerðum til að koma í veg fyrir beitingu nauðungar. Ráðherra skipar formann og varaformann úr þeirra hópi.
Í teyminu skulu sitja einstaklingar með menntun á sviðum fötlunarfræði, þroskaþjálfafræði, læknisfræði og sálfræði. Heimilt er að skipa í teymið einstaklinga með annars konar menntun enda uppfylli viðkomandi skilyrði 1. mgr.
Ráðuneytið skal sjá teyminu fyrir starfsmanni sem hefur umsjón með innkomnum erindum, safnar nauðsynlegum gögnum og tekur á móti tilkynningum skv. 5. gr.
Reglugerð um réttindagæslumenn fatlaðs fólks
Nr. 973/2012 6. nóvember 2012
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=405f7d84-f0eb-427d-a9a3-64cabead2d85
- gr.
Ráðning og hæfi.
Velferðarráðherra ræður réttindagæslumenn fatlaðs fólks að fenginni umsögn frá heildarsamtökum fatlaðs fólks. Réttindagæslumenn skulu hafa þekkingu og reynslu af málefnum fatlaðs fólks og leitast skal við að ráða einstaklinga sem hafa menntun sem nýtist í starfi.
Réttindagæslumenn heyra undir réttindavakt ráðuneytisins sem hefur eftirlit og yfirumsjón með störfum þeirra.
Reglugerð um persónulega talsmenn fatlaðs fólks
Nr. 972/2012 6. nóvember 2012
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=02816332-7ea3-46c0-999a-03a14b7c587e
- gr.
Persónulegir talsmenn.
Lögráða einstaklingar sem vegna fötlunar sinnar eiga erfitt með að gæta hagsmuna sinna eiga rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar.
Persónulegur talsmaður skal þekkja til persónulegra þarfa og áhugamála þess einstaklings sem hann aðstoðar. Allar ráðstafanir persónulegs talsmanns skulu vera í samráði og með samþykki þess sem hann aðstoðar og með hagsmuni hans að leiðarljósi.
Reglugerð um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
Nr. 286/2008 7. mars 2008
- gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi tekur til vísindarannsókna á heilbrigðissviði, þ.e. rannsókna sem gerðar eru til að auka við þekkingu sem m.a. gerir kleift að bæta heilsu og lækna sjúkdóma. Um lyfjarannsóknir gilda ákvæði reglugerðar um klínískar lyfjarannsóknir á mönnum nr. 443/2004 með síðari breytingum.
- gr.
Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja að vísindarannsóknir á heilbrigðissviði séu ekki gerðar ef mat vísindasiðanefndar skv. 3. gr. eða siðanefndar skv. 4. gr. leiðir í ljós að sjónarmið vísinda, siðfræði og mannréttinda mæli gegn framkvæmd hennar.
Reglugerð um túlkun á upplýsingum um heilsufar og meðferð fyrir sjúklinga.
Nr. 1145/2015 17. desember 2015
- gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um túlkun á upplýsingum um heilsufar og meðferð fyrir sjúklinga sem ekki tala íslensku eða sem nota táknmál hjá heilbrigðisstarfsmönnum.
- gr.
Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja sjúklingum sem ekki tala íslensku eða sem nota táknmál viðeigandi aðstoð til að fá upplýsingar um heilsufar sitt og meðferð hjá heilbrigðisstarfsmönnum.
Reglugerð um eftirlit landlæknis með rekstri heilbrigðisþjónustu og faglegar lágmarkskröfur.
Nr. 786/2007
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=6d3e5c4f-75d5-4aab-ba5c-e9268c488b82
- gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi tekur til eftirlits landlæknis með því að heilbrigðisþjónusta uppfylli faglegar lágmarkskröfur og ákvæði heilbrigðislöggjafar.
Um eftirlit landlæknis með heilbrigðisstarfsmönnum fer samkvæmt III. kafla laga um landlækni.
Ákvæði IV. kafla reglugerðarinnar um faglegar lágmarkskröfur eiga við um heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi að svo miklu leyti sem ekki hafa verið settar ítarlegri reglur um faglegar lágmarkskröfur á einstökum sviðum heilbrigðisþjónustu.
- gr.
Markmið.
Markmið reglugerðarinnar er að tryggja að heilbrigðisþjónusta sem veitt er hér á landi uppfylli á hverjum tíma lágmarkskröfur um gæði og öryggi þjónustunnar.
Reglugerð um gerð gæðavísa sem notaðir eru til að meta gæði og árangur innan heilbrigðisþjónustunnar.
Nr. 1148/2008 5. desember 2008
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=3abcc970-adea-49ab-bc62-b2bcf573629e +
Reglugerð þessi fjallar um gerð gæðavísa sem notaðir eru til að meta gæði og árangur í heilbrigðisþjónustu.
Reglugerð um samninga um heilbrigðisþjónstu sem veitt er utan heilbrigðisstofnana sem ríkið rekur.
Nr. 510/2010 1. júní 2010
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=c18f9416-1384-4156-8e41-0a3698765ef4
- gr.
Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja samræmd vinnubrögð, auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við undirbúning, gerð, framkvæmd, eftirlit og endurnýjun samninga á sviði heilbrigðisþjónustu.
- gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um samninga um heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands annast í umboði heilbrigðisráðherra, sbr. 40. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar.
Reglugerð um heilbrigðisskrár
Nr. 548/2008
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=b5d2caef-aa38-43c2-8ae1-85aa07aeac8d
- gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi tekur til gerðar og vinnslu skráa á landsvísu með upplýsingum um heilsufar, sjúkdóma, slys, lyfjaávísanir, fæðingar og starfsemi og árangur heilbrigðisþjónustunnar sem skipulagðar eru af landlækni á grundvelli 8. gr. laga um landlækni.
Reglugerð þessi tekur jafnframt til útgáfu heilbrigðisskýrslna.
- gr.
Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að kveða nánar á um gerð og vinnslu heilbrigðisskráa og heilbrigðisskýrslna m.a. í þeim tilgangi að tryggja vernd persónuupplýsinga.
Við gerð heilbrigðisskráa og heilbrigðisskýrslna og vinnslu upplýsinga úr þeim samkvæmt reglugerð þessari skal gætt ákvæða laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og laga um réttindi sjúklinga.
Lágmarksskráning samskipta á heilsugæslustöðvum og á læknastofum. Tilmæli landlæknis.
Nr. 810/2008
Með vísan til 1. mgr. 5. gr. og 5. mgr. 8. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni hefur heilbrigðisráðherra hinn 7. ágúst 2008 staðfest tilmæli landlæknis um lágmarksskráningu á heilsugæslustöðvum og á læknastofum samkvæmt fylgiskjali með auglýsingu þessari. Heilbrigðisráðuneytinu, 7. ágúst 2008.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=b91106c4-f43f-449a-9e68-c200362eae39
- Inngangur.
Umfangsmikil skráning fer fram í heilbrigðisþjónustu á Íslandi og er hún hluti af reglubundnu starfi fjölmargra heilbrigðisstétta. Kveðið er á um skyldu til skráningar í ýmsum lögum og reglugerðum. Skylda til færslu sjúkraskrár er tilgreind í reglugerð nr. 227/1991 um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðismál.
Til þess að skráning nýtist þarf hún að vera samræmd. Í þeim tilgangi gefur landlæknir heilbrigðisstofnunum, heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem veita heilbrigðisþjónustu fyrir-mæli um lágmarksskráningu upplýsinga (sjá 8. gr. laga um landlækni nr. 41/2007). Í þeim eru skilgreind skráningaratriði sem að lágmarki skal skrá. Í fyrirmælum sínum um lágmarks-skráningu leggur landlæknir áherslu á að skráðar séu upplýsingar sem hafi margþætta nýtingarmöguleika og að til þess séu notuð kóðuð flokkunarkerfi ef þau eru fyrir hendi. Nánari upplýsingar um kóðuð flokkunarkerfi og gildandi útgáfur þeirra eru á vefsíðu landlæknisembættisins www.landlaeknir.is.
Landlæknir heldur skrár á landsvísu um ýmsa þætti heilsufars og starfsemi heilbrigðis-þjónustunnar. Ákvæði um skyldu landlæknis til að halda slíkar skrár er að finna í 8. gr. laga um landlækni. Þar kemur fram að tilgangur skránna er að afla þekkingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu, hafa eftirlit með þjónustunni og tryggja gæði hennar og meta árangur þjónustunnar og nota við gerð áætlana um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu og til vísinda-rannsókna. [Landlæknir gefur þessi fyrirmæli ekki ráðherra]
Lágmarksskráning vistunarupplýsinga á sjúkrahúsum. Fyrirmæli landlæknis.
Nr. 175/2011
- útgáfa, janúar 2011
Með vísan til 1. mgr. 5. gr. og 5. mgr. 8. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni, hefur velferðar-ráðherra hinn 8. febrúar 2011 staðfest fyrirmæli landlæknis um lágmarksskráningu vistunarupplýsinga á sjúkrahúsum sem birt eru í fylgiskjali með auglýsingu þessari.
Velferðarráðuneytinu, 31. janúar 2011. Guðbjartur Hannesson.
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=edd29003-1be3-4498-950a-6cd5f7111731
Samkvæmt lögum nr. 41/2007 ber landlækni að gefa heilbrigðisstofnunum, heilbrigðis-starfsmönnum og öðrum sem veita heilbrigðisþjónustu fyrirmæli um lágmarksskráningu upplýsinga og hvernig staðið skuli að skráningu og miðlun upplýsinganna til stofnunarinnar. Landlækni ber jafnframt að halda vistunarskrá heilbrigðisstofnana sem byggir á gögnum sem skráð eru á sjúkrahúsum samkvæmt þeim skráningarleiðbeiningum sem fram koma í þessari handbók.
Handbók um lágmarksskráningu er ætlað að tryggja að skráning vistunarupplýsinga á sjúkra-húsum í landinu sé samanburðarhæf þannig að úr skráningunni fáist áreiðanlegar upplýsingar. Handbókin tilgreinir þau atriði sem skrá skal að lágmarki og veitir leiðbeiningar um skráningu. Hún er bæði ætluð þeim er skrá og þeim sem sjá um gerð hugbúnaðar til skráningar.
Samræmd skráning heilbrigðisstarfsfólks er forsenda þess að hægt sé að gera raunhæfan saman-burð á þeirri þjónustu sem veitt er í heilbrigðiskerfinu. Á þetta við um samanburð milli stofnana innanlands en ekki síður þegar um alþjóðasamanburð er að ræða.
Þrír meginþættir eru hafðir að leiðarljósi við skilgreiningu á þeim skráningaratriðum sem lágmarksskráningin nær til:
að skráning endurspegli sem best starfsemi á íslenskum sjúkrahúsum, þann heilsuvanda sem skjólstæðingar þeirra eiga við að etja og þær úrlausnir sem þeir hljóta,
að skráning sé sambærileg á öllum íslenskum sjúkrahúsum,
að skráning sé sambærileg við önnur lönd.
Alþjóðlegar grundvallarreglur og sjónarmið
Principles for the protection of persons with mental illness and the improvement of mental health care
Adopted by General Assembly resolution 46/119 of 17 December 1991
http://www.ohchr.org/EN/ProfessionalInterest/Pages/PersonsWithMentalIllness.aspx
Principle 1
Fundamental freedoms and basic rights
- All persons have the right to the best available mental health care, which shall be part of the health and social care system.
- All persons with a mental illness, or who are being treated as such persons, shall be treated with humanity and respect for the inherent dignity of the human person.
- All persons with a mental illness, or who are being treated as such persons, have the right to protection from economic, sexual and other forms of exploitation, physical or other abuse and degrading treatment.
…
CPT standards “Substantive” sections of the CPT’s General Reports : III. Psychiatric establishments Involuntary placement in psychiatric establishments
Extract from the 8th General Report [CPT/Inf (98) 12], published in 1998
European Committee for the Prevention of Torture
and Inhuman or Degrading Treatment or Punishment
(CPT)
http://www.cpt.coe.int/en/documents/eng-standards.pdf
„26. When examining the issue of health-care services in prisons in its 3rd General Report
(cf. CPT/Inf (93) 12, paragraphs 30 to 77), the CPT identified a number of general criteria which
have guided its work (access to a doctor; equivalence of care; patient’s consent and
confidentiality; preventive health care; professional independence and professional competence).
Those criteria also apply to involuntary placement in psychiatric establishments.
In the following paragraphs, some of the specific issues pursued by the CPT in
relation to persons who are placed involuntarily in psychiatric establishments are described
The CPT hopes in this way to give a clear advance indication to national authorities of its views
concerning the treatment of such persons; the Committee would welcome comments on this
section of its General Report.“
Principle 1
All persons under any form of detention or imprisonment shall be treated in a humane manner and with respect for the inherent dignity of the human person.
Principle 2
Arrest, detention or imprisonment shall only be carried out strictly in accordance with the provisions of the law and by competent officials or persons authorized for that purpose.
Principle 3
There shall be no restriction upon or derogation from any of the human rights of persons under any form of detention or imprisonment recognized or existing in any State pursuant to law, conventions, regulations or custom on the pretext that this Body of Principles does not recognize such rights or that it recognizes them to a lesser extent.
Principle 4
Any form of detention or imprisonment and all measures affecting the human rights of a person under any form of detention or imprisonment shall be ordered by, or be subject to the effective control of, a judicial or other authority.
Body of Principles for the Protection of All Persons under Any Form of Detention or Imprisonment
Adopted by General Assembly resolution 43/173 of 9 December 1988
http://www.ohchr.org/EN/ProfessionalInterest/Pages/DetentionOrImprisonment.aspx
Principle 1
All persons under any form of detention or imprisonment shall be treated in a humane manner and with respect for the inherent dignity of the human person.
Principle 2
Arrest, detention or imprisonment shall only be carried out strictly in accordance with the provisions of the law and by competent officials or persons authorized for that purpose.
Principle 3
There shall be no restriction upon or derogation from any of the human rights of persons under any form of detention or imprisonment recognized or existing in any State pursuant to law, conventions, regulations or custom on the pretext that this Body of Principles does not recognize such rights or that it recognizes them to a lesser extent.
Principle 4
Any form of detention or imprisonment and all measures affecting the human rights of a person under any form of detention or imprisonment shall be ordered by, or be subject to the effective control of, a judicial or other authority.
- Prisoners shall have access to the health services available in the country without discrimination on the grounds of their legal situation.
Principles of Medical Ethics relevant to the Role of Health Personnel, particularly Physicians, in the Protection of Prisoners and Detainees against Torture and Other Cruel, Inhuman or Degrading Treatment or Punishment
Adopted by General Assembly resolution 37/194 of 18 December 1982
http://www.ohchr.org/EN/ProfessionalInterest/Pages/MedicalEthics.aspx
Principle 1
Health personnel, particularly physicians, charged with the medical care of prisoners and detainees have a duty to provide them with protection of their physical and mental health and treatment of disease of the same quality and standard as is afforded to those who are not imprisoned or detained.
Principle 2
It is a gross contravention of medical ethics, as well as an offence under applicable international instruments, for health personnel, particularly physicians, to engage, actively or passively, in acts which constitute participation in, complicity in, incitement to or attempts to commit torture or other cruel, inhuman or degrading treatment or punishment.
Standard Rules on the Equalization of Opportunities for Persons with Disabilities
Adopted by General Assembly resolution 48/96 of 20 December 1993
http://www.ohchr.org/EN/ProfessionalInterest/Pages/PersonsWithDisabilities.aspx
- The Standard Rules on the Equalization of Opportunities for Persons with Disabilities have been developed on the basis of the experience gained during the United Nations Decade of Disabled Persons (1983-1992). The International Bill of Human Rights, comprising the Universal Declaration of Human Rights, the International Covenant on Economic, Social and Cultural Rights and the International Covenant on Civil and Political Rights, the Convention on the Rights of the Child and the Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination against Women, as well as the World Programme of Action concerning Disabled Persons, constitute the political and moral foundation for the Rules.
- Although the Rules are not compulsory, they can become international customary rules when they are applied by a great number of States with the intention of respecting a rule in international law. They imply a strong moral and political commitment on behalf of States to take action for the equalization of opportunities for persons with disabilities. Important principles for responsibility, action and cooperation are indicated. Areas of decisive importance for the quality of life and for the achievement of full participation and equality are pointed out. The Rules offer an instrument for policy-making and action to persons with disabilities and their organizations. They provide a basis for technical and economic cooperation among States, the United Nations and other international organizations.
- The purpose of the Rules is to ensure that girls, boys, women and men with disabilities, as members of their societies, may exercise the same rights and obligations as others. In all societies of the world there are still obstacles preventing persons with disabilities from exercising their rights and freedoms and making it difficult for them to participate fully in the activities of their societies. It is the responsibility of States to take appropriate action to remove such obstacles. Persons with disabilities and their organizations should play an active role as partners in this process. The equalization of opportunities for persons with disabilities is an essential contribution in the general and worldwide effort to mobilize human resources. Special attention may need to be directed towards groups such as women, children, the elderly, the poor, migrant workers, persons with dual or multiple disabilities, indigenous people and ethnic minorities. In addition, there are a large number of refugees with disabilities who have special needs requiring attention.
Nefndarálit
Report to the Icelandic Government on the visit to Iceland carried out by the European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment or Punishment (CPT) from 18 to 24 September 2012
22/03/2013
http://hudoc.cpt.coe.int/eng?i=p-isl-20120918-en-17
„It should be stressed from the outset that – similar to the situation observed in 2004 – in the absence of comprehensive mental health legislation, the legal framework is at best incomplete, obliging the management and staff of the institutions to improvise and fill in the gaps.“
„The CPT calls upon the Icelandic authorities to carry out a thorough review of the current mental health legislation, both as regards the civil and forensic patients. The final objective should be to have in place a comprehensive and coherent set of rules (e.g. a Mental Health Act).“
„The civil involuntary placement of a patient in a psychiatric establishment includes, as from the moment when the decision of the Minister of the Interior is issued, the possibility of treating the patient without his/her consent[4].
The CPT has stressed in the report on its 2004 visit that the current provisions of the Act on Legal Competence represent a too broad-ranging exemption from the principle of free and informed consent. The involuntary hospitalisation of a psychiatric patient should not be automatically construed as authorising treatment without his/her consent. It follows that every patient, whether voluntary or involuntary, should be given the opportunity to refuse treatment or any other medical intervention. Any derogation from this fundamental principle should be based upon law and only relate to clearly and strictly defined exceptional circumstances.“
General Comment no. 2 on Article 9 of the CRPD (2014): Accessibility
Committee on the Rights of Persons with Disabilities
Eleventh session
31 March–11 April 2014
http://www.mindbank.info/item/5469
„Accessibility is a precondition for persons with disabilities to live independently and participate fully and equally in society. Without access to the physical environment, to transportation, to information and communication, including information and communications technologies and systems, and to other facilities and services open or provided to the public, persons with disabilities would not have equal opportunities for participation in their respective societies. It is no coincidence that accessibility is one of the principles on which the Convention on the Rights of Persons with Disabilities is based (art. 3 (f)). Historically, the persons with disabilities movement has argued that access to the physical environment and public transport for persons with disabilities is a precondition for freedom of movement, as guaranteed under article 13 of the Universal Declaration of Human Rights and article 12 of the International Covenant on Civil and Political Rights. Similarly, access to information and communication is seen as a precondition for freedom of opinion and expression, as guaranteed under article 19 of the Universal Declaration of
Human Rights and article 19, paragraph 2, of the International Covenant on Civil and Political Rights.
The World Report on Disability Summary, published in 2011 by the World Health Organization and the World Bank within the framework of the largest consultation ever and with the active involvement of hundreds of professionals in the field of disability, stresses that the built environment, transport systems and information and communication are often inaccessible to persons with disabilities (p. 10).“
General comment on Article 12 (2013) : Equal recognition before the law – Convention on the rights of persons with disabilities
Committee on the Rights of Persons with Disabilities
Eleventh session
30 March–11 April 2014
Item 10 of the provisional agenda
General comments and days of general discussion
http://www.mindbank.info/item/5318
„1. Equality before the law is a basic general principle of human rights protection and is indispensable for the exercise of other human rights. The Universal Declaration of Human Rights and the International Covenant on Civil and Political Rights specifically guarantee the right to equality before the law. Article 12 of the Convention on the Rights of Persons with Disabilities further describes the content of this civil right and focuses on the areas in which people with disabilities have traditionally been denied the right. Article 12 does not set out additional rights for people with disabilities; it simply describes the specific elements that States parties are required to take into account to ensure the right to equality before the law for people with disabilities, on an equal basis with others.“
General Comment no. 5 of the International Covenant on Economic, Social and Cultural Rights – Persons with Disabilities
The Committee on Economic, Social and Cultural Rights
Persons with disabilities : . 09/12/1994. CESCR General comment 5. (General Comments)
Convention Abbreviation: CESCR Persons with disabilities (Eleventh session, 1994)*
http://www.mindbank.info/item/1360
General Comment 5 of the ICESCR provides guidance to governments on their obligations to ensure that persons with disabilities are able to enjoy economic, social and cultural rights outlined in the Convention, on an equal basis with others.
„People may be disabled by physical, intellectual or sensory impairment, medical conditions or mental illness. Such impairments, conditions or illnesses may be permanent or transitory in nature“
„The Covenant does not refer explicitly to persons with disabilities. Nevertheless, the Universal Declaration of Human Rights recognizes that all human beings are born free and equal in dignity and rights and, since the Covenant’s provisions apply fully to all members of society, persons with disabilities are clearly entitled to the full range of rights recognized in the Covenant. In addition, in so far as special treatment is necessary, States parties are required to take appropriate measures, to the maximum extent of their available resources, to enable such persons to seek to overcome any disadvantages, in terms of the enjoyment of the rights specified in the Covenant, flowing from their disability.“
General Comment No. 14 (2000) The right to the highest attainable standard of health (article 12 of the International Covenant on Economic, Social and Cultural Rights)
http://tbinternet.ohchr.org/_layouts/treatybodyexternal/TBSearch.aspx?Lang=en&SymbolNo=E/C.12/2000/4
COMMITTEE ON ECONOMIC, SOCIAL
AND CULTURAL RIGHTS
E/C.12/2000/4
11 August 2000
Twenty-second session
Geneva, 25 April-12 May 2000
Agenda item 3
- Health is a fundamental human right indispensable for the exercise of other human rights.
Every human being is entitled to the enjoyment of the highest attainable standard of health
conducive to living a life in dignity. The realization of the right to health may be pursued
through numerous, complementary approaches, such as the formulation of health policies, or the
implementation of health programmes developed by the World Health Organization (WHO), or
the adoption of specific legal instruments. Moreover, the right to health includes certain
components which are legally enforceable.
- The right to health is not to be understood as a right to be healthy. The right to health
contains both freedoms and entitlements. The freedoms include the right to control one’s health
and body, including sexual and reproductive freedom, and the right to be free from interference,
such as the right to be free from torture, non-consensual medical treatment and experimentation.
By contrast, the entitlements include the right to a system of health protection which provides
equality of opportunity for people to enjoy the highest attainable level of health.
- The notion of “the highest attainable standard of health” in article 12.1 takes into account
both the individual’s biological and socio-economic preconditions and a State’s available
resources. There are a number of aspects which cannot be addressed solely within the
relationship between States and individuals; in particular, good health cannot be ensured by a
State, nor can States provide protection against every possible cause of human ill health. Thus,
genetic factors, individual susceptibility to ill health and the adoption of unhealthy or risky
lifestyles may play an important role with respect to an individual’s health. Consequently, the
right to health must be understood as a right to the enjoyment of a variety of facilities, goods,
services and conditions necessary for the realization of the highest attainable standard of health.
General Comment No. 20 Non-discrimination in economic, social and cultural rights (art. 2, para. 2, of the International Covenant on Economic, Social and Cultural Rights)
COMMITTEE ON ECONOMIC, SOCIAL AND CULTURAL RIGHTS
Forty-second session
Geneva, 4-22 May 2009
Agenda item 3
http://tbinternet.ohchr.org/_layouts/treatybodyexternal/Download.aspx?symbolno=E/C.12/GC/20&Lang=en
The principles of non-discrimination and equality are recognized throughout the Covenant.
The preamble stresses the “equal and inalienable rights of all” and the Covenant expressly
recognizes the rights of “everyone” to the various Covenant rights such as, inter alia, the right to work, just and favourable conditions of work, trade union freedoms, social security, an adequate standard of living, health and education and participation in cultural life.
Dómar
“The [European] Court [of Human Rights] has held on many occasions that the detention
of a person who is ill may raise issues under Article 3 of the [European] Convention [on
Human Rights, which prohibits inhuman or degrading treatment] … and that the lack of
appropriate medical care may amount to treatment contrary to that provision … In
particular, the assessment of whether the particular conditions of detention are
incompatible with the standards of Article 3 has, in the case of mentally ill persons, to
take into consideration their vulnerability and their inability, in some cases, to complain
coherently or at all about how they are being affected by any particular treatment …
… [T]here are three particular elements to be considered in relation to the compatibility
of an applicant’s health with his stay in detention: (a) the medical condition of the
prisoner, (b) the adequacy of the medical assistance and care provided in detention, and
(c) the advisability of maintaining the detention measure in view of the state of health of
an applicant …” (Sławomir Musiał v. Poland, judgment of 20 January 2009, §§ 87-88).“
http://www.echr.coe.int/Documents/FS_Detention_mental_health_ENG.pdf
M.S. v. the United Kingdom (no. 24527/08)
3 May 2012
The applicant, a mentally-ill man, complained in particular about his being kept in police
custody during a period of acute mental suffering while it had been clear to all that he
was severely mentally ill and required hospital treatment as a matter of urgency.
The Court held that there had been a violation of Article 3 (prohibition of inhuman or
degrading treatment) of the Convention, finding in particular that, although there had
been no intentional neglect on the part of the police, the applicant’s prolonged detention
without appropriate psychiatric treatment had diminished his human dignity.
B. (no. 2) v. Romania
(no. 1285/03)
19 February 2013
This case concerned the psychiatric confinement of a mother and the placement in
residential care of her two minor children as a result of that decision.
The Court held that there had been a violation of Article 8 (right to respect for private
and family life) of the Convention, both as regards the confinement of the applicant as
well as the placement in care of her minor children. It pointed out in particular that in
Romania there had been a number of precedents of improper confinement of individuals
with psychiatric disorders, in spite of recent legislative changes in favour of patients’
rights. It concluded that, judging from the applicant’s medical history, the authorities
had not followed the applicable procedure when deciding on her confinement. Furthermore, the absence of special protection, especially through the official appointment of a lawyer or designation of a guardian, had had the effect of depriving the applicant of her right to take part in the decision-making process concerning theplacement of her children in residential care.
Úrskurðir
Úrskurðarnefnd velferðarmála
https://www.velferdarraduneyti.is/kaerunefndir/urskurdarnefnd-velferdarmala/
Nefndin varð til með lögum um úrskurðarnefnd velferðarmála 1. janúar 2016. Með lögunum voru eftirtaldar nefndir sameinaðar; kærunefnd barnaverndarmála, kærunefnd greiðsluaðlögunarmála, úrskurðarnefnd almannatrygginga, úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða, úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála og úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála.
Úrskurðarnefnd velferðarmála úrskurðar á eftirtöldum málefnasviðum:
- Almannatryggingar
Til úrskurðarnefndarinnar er unnt að kæra ágreining sem rís um grundvöll, skilyrði og upphæð bóta eða greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Einnig fjallar nefndin um ágreining um endurkröfurétt, ofgreiðslur og innheimtu skv. 55. gr. laga um almannatryggingar. - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir
Hlutverk úrskurðarnefndarinnar er að kveða upp úrskurði um ágreiningsefni sem kunna að rísa á grundvelli laga um atvinnuleysistryggingar. Úrskurðir nefndarinnar fela í sér endanlega stjórnvaldsákvörðun. - Barnaverndarmál
Aðilar barnaverndarmáls geta skotið ákvörðunum barnaverndarnefnda, sem ekki verður skotið til dómstóla, til úrskurðarnefndar velferðarmála. Einnig má skjóta má tilteknum ákvörðunum Barnaverndarstofu til úrskurðarnefndarinnar. Ákvörðun heimilis eða stofnunar má einnig skjóta til nefndarinnar. - Félagsþjónusta og húsnæðismál
Úrskurðarnefndin sker úr ágreiningsmálum sem kunna að rísa vegna ákvarðana félagsmálanefnda á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og vegna ákvarðana húsnæðisnefnda og Íbúðalánasjóðs á grundvelli laga um húsnæðismál og laga um húsaleigubætur. Jafnframt er fötluðum einstaklingi heimilt að kæra stjórnvaldsákvarðanir um þjónustu sem teknar eru á grundvelli laga um fatlað fólk til nefndarinnar. - Fæðingar- og foreldraorlofsmál
Til úrskurðarnefndarinnar er unnt að kæra ágreining sem kann að rísa á grundvelli laga um fæðingar- og foreldraorlof og ákvarðanir framkvæmdaraðila um réttindi foreldra langveikra barna og alvarlega fatlaðra barna sem teknar eru á grundvelli laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. - Greiðsluaðlögunarmál
Til úrskurðarnefndarinnar er unnt að kæra ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010. Úrskurðir nefndarinnar fela í sér endanlega stjórnvaldsákvörðun.